fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Glæpaöldu um jólin lauk á nammibarnum – Baldur sagður hafa stolið jólagjöfum – Beit í sundur andlit og makaði saur í munn

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 27. mars 2019 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Kolbeinsson síbrotamaður ætti að vera lesendum DV vel kunnur en ítrekað hefur verið fjallað um afbrot hans, sem flest áttu sér stað á Litla-Hrauni. Árið 2017 kom til átaka á milli hans og annars fanga sem endaði með því að Baldur beit af efri vör fangans. Þar áður réðst hann gegn fanga og makaði saur í munn hans. Í fyrra barði hann svo 18 ára gamlan hælisleitanda frá Marokkó. Baldur hefur meira og minna setið í fangelsi frá sautján ára aldri.

Sjá einnig: Baldur og Trausti lúbörðu hælisleitandann

Undir lok síðasta árs virðist Baldri þó hafa verið sleppt úr fangelsi, í það minnsta miðað við ákæru á hendur honum sem DV hefur undir höndum. Ákæran er óvenju löng og áttu meint afbrot öll sér sér stað á tveggja mánaða tímabili í kringum jólin. Afbrotin eru margvísleg en rétt er að taka fram að hann er ekki sakaður um nein ofbeldisbrot.

Sjá einnig: Baldur beit vörina af Styrmi

Flest brotin tengjast fíkniefnum en frá 10. nóvember til 2. janúar var Baldur gómaður samtals níu sinnum með dóp í fórum sínum. Hann var oftast tekinn með nokkur grömm af amfetamíni en kókaín og e-pillur koma jafnframt við sögu.

Baldur er auk þess sakaður um þjófnað með því að hafa stolið hleðslutæki úr ólæstri bifreið. Hann er einnig sakaður um hlutdeild í þjófnaði með því að hafa tekið þátt í ráðbruggi að hnupla greiðslukortum úr íbúð. Því atviki er lýst svo í ákæru: „með því að hafa beint athygli húsráðanda annað svo að [hinn maðurinn] kæmist óséður inn og út úr íbúðinni með þýfið en skömmu síðar komust kortin í hendur [Baldurs] gegn greiðslu fíkniefna og sem hann hugðist nota“.

Sjá einnig: Slagsmál á Hrauninu: „Ég beit af honum vörina“

Baldur er ofan á allt þetta sakaður um fimm þjófnaðarbrot en alvarlegast hlýtur að teljast þjófnaður hans á jólagjöfum 23. desember síðastliðinn. Samkvæmt ákæru hnuplaði hann jólagjöfum og myndlykli af áfangaheimili Samhjálpar á Þorláksmessu í fyrra og voru áætluð verðmæti um 250 þúsund krónur. Í janúar er hann sagður hafa stolið skólatösku sem innihélt fartölvu úr Fjölbrautaskólanum  í Breiðholti. Hér eru þó ótalin ýmis minni afbrot líkt og þjófnaður í Nettó.

Þessari meintu glæpaöldu Baldurs lauk svo 29. janúar síðastliðinn en þá var hann gómaður við að stela nammi úr sælgætisbar í söluturninum Hraunberg. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum