fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Einar Óli er ósjálfbjarga eftir heilablæðingu – Vinir taka höndum saman með styrktartónleika

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 27. mars 2019 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Óli var aðeins 33 ára gamall þegar hann fékk heilablæðingu árið 2017. Hann var sendur í þræðingu á Landsspítalann til að laga æðagúlpinn svo ekki myndi blæða aftur, en þar sem aðgerðin var flókin var ákveðið að senda hann til Svíþjóðar í aðgerð.

„Einar Óli var í ræktinni þegar hann fékk heilablóðfall og þar var staddur lögreglumaður sem áttaði sig á einkennunum og hringdi strax á sjúkrabíl. Því miður urðu eftirstöðvar veikindanna mjög alvarlegar og er hann bundinn við hjólastól í dag, hann getur hvorki hreyft sig né tjáð og býr hann enn á Grensás, þar sem engin íbúðarúrræði eru fyrir hann eins og staðan er,“ segir Þórunn Eva Guðbjargardóttir Thapa, frænka Einars Óla, sem blæs ásamt fjölda tónlistarmanna til styrktartónleika í byrjun apríl í Guðríðarkirkju.

„Meginmarkmið tónleikanna er að auðvelda Einari og fjölskyldu hans að koma honum á milli staða og þar sem hann er enn búsettur á Grensás á hann ekki rétt á bílastyrk. Okkur sem að tónleikunum standa langar því að safna góðri upphæð sem útborgun í notaðan bíl fyrir hann.“

Þórunn hóf að skipuleggja tónleikana ásamt föður sínum, og þegar Ívar Daníels, sem er gamall vinur Einars Óla gekk til liðs við þau fóru hjólin að snúast og fjölgaði í hópnum.
„Það er verið að reyna að koma Einari Óla inn á öldrunarheimili, sem er ekki ákjósanlegt fyrir hann. Hann á líka son og það er ekki gaman að koma að heimsækja pabba sinn á öldrunarheimili.“

Styrktartónleikarnir fara fram í Guðríðarkirkju 8. apríl kl. 20.

Tónlistarmenn sem koma fram eru Arnar Jónsson, Bjarni Ara, Bjarmi Hreinsson, Eiríkur Hafdal, Elín Ey, Halli Reynis, Hlöðver Sigurðsson, Ívar Daníels, Rakel Pálsdóttir,Sveinbjörn Hafsteinsson, Þórir Úlfars, Örn Arnarson, Örn Ýmir Arason og síðast en ekki sístur, Siggi Guðfinns faðir Einars Óla.

Kynnir kvöldsins er gleðigjafinn og skemmtikrafturinn Eva Ruza.

Allir sem fram koma gefa vinnu sína. „Ég vil senda þeim ástarþakkir fyrir að leggja málefninu lið á svo rausnarlega máta,“ segir Þórunn Eva Guðbjargardóttir Thapa, frænka Einars Óla.

Miðaverð er 3.000 kr. og má nálgast miða hér.

Söfnunarreikningur er einnig opinn fyrir þá sem ekki komast á tónleikana eða vilja styrkja frekar. Söfnunarreikningurinn er 0545-14-001041 og kennitala 650319-0790.

„Við hvetjum fólk til að koma og njóta kvöldsins með okkur og styrkja virkilega gott málefni í leiðinni.“

Viðburður á Facebook.

Þórunn var í viðtali í Ísland vaknar á K100 mánudaginn 25. mars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Terence Stamp látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum