fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Sjáðu hvað verðtryggðar skuldir heimilanna gætu hækkað mikið ef WOW fer í þrot

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hérna sjáum við hvernig hin viðbjóðslega verðtrygging sem íslensk heimili þurfa að búa við getur leikið íslenskan almenning skelfilega,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ, um afleiðingar þess ef WOW air fer í þrot.

Vilhjálmur deilir á Facebook frétt Eyjunnar frá því í morgun þar sem greint frá hugsanlegum afleiðingum gjaldþrots WOW á hagkerfið.

Morgunblaðið greinir frá því í dag og hefur eftir sérfræðingum á fjármálamarkaði að krónan muni veikjast ef WOW air leggur upp laupana.

Gústaf Steingrímsson, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, sagði að gjaldþrot WOW air myndi hafa svo mikil áhrif á útflutningstekjur að krónan myndi eflaust veikjast töluvert. Hann sagðist ekki telja ólíklegt að gengi evrunnar færi upp í 150 krónur hið minnsta en það er nú 136 til 137 krónur.

Þá sagði Morgunblaðið að samkvæmt útreikningum Reykjavík Economis myndi slík veiking krónunnar leiða til 3,3% hækkunar verðbólgu en hún er nú 3%. Ef þessar spár ganga eftir mun verðbólgan því fara yfir 5% en það væri þá í fyrsta sinn síðan sumarið 2012 að það gerist.

Vilhjálmur hefur áhyggjur af þessu og segir að ef spár rætast og verðbólga fari í sex prósent gætu afleiðingarnar fyrir íslensk heimili orðið skelfilegar.

„Þetta þýðir að verðtryggðar skuldir heimilanna geta hækkað um á skömmum tíma um 51 milljarð og það bara vegna þess að eitt lítið fjólublátt flugfélag getur hugsanlega farið í þrot,“ segir Vilhjálmur sem vandar íslenskum stjórnvöldum ekki kveðjurnar.

„Það er algjört rannsóknarefni að ráðamenn og stjórnmálamenn almennt skuli láta það átölu- og afskiptalaust að verðtrygging á fjárskuldbindingum heimilanna fái að leika almenning og heimilin svona svona skelfilega eins og þetta dapurlega dæmi um WOW air sýnir og sannar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
Fréttir
Í gær

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“