fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Margrét fordæmir Selmu sem vill sjá um útfarir: „Góða ferð til helvítis“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, athafnakona og stjórnandi Stjórnmálaspjallsins, tekur heldur illa í það að söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir sjái um útfarir, líkt og greint var frá í gær. Margrét virðist telja að það muni kosta eilífð í helvíti ef Selma stýri útför hins látna. Ástæðan fyrir þessu er að Selma er athafnastjóri hjá félagi Húmanista – Siðmennt.

Í gær deildi Hlynur nokkur frétt um að að Selma ætlaði sér að sjá um útfarir hjá Siðmennt og skrifaði: „Gott mál, hún má hola mér niður, ef hún verður ekki orðin of gömul til þess. En eingöngu ef hún spilar „Dauði“ Með Skálmöld og „Apage Satana“ með Rotting Christ í útförinni. Annars neita ég að drepast!“

Margrét tekur ekki vel í þetta og svarar í athugasemd: „Góða ferð til helvítis til þín og allra sem að hafna kærleiksboðskap Jesú Krists og velja þessa leið, en Guð er kærleikur og þröngvar ekki trú að okkur, við höfum valið og það kallast trúfrelsi.“

Gísli Ásgeirsson þýðandi spyr að bragði hvort maður fari til helvítis ef maður er ekki í Þjóðkirkjunni. Því svarar Margrét: „Nei ég er ekki í Þjóðkirkjunni, en ef maður hafnar kærleiksboðskap Jesú Krists og frelsara okkar þá er það næsti viðkomustaður eftir þessa stuttu jarðvist sem við fáum hér á jörðinni.“

Selma lýsti afstöðu sinni í útvarpsþættinum Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafs um helgina. „Ég er húmanisti og búin að vera í mörg ár að reyna finna mig í trúmálum og átti erfitt með að velja einn af þessum 3000 guðum sem raunverulegan fyrir mig. Ég fór í búddisma og prófaði kirkjuna en sagði mig síðan úr Þjóðkirkjunni þegar ég var rúmlega tvítug og fann fljótlega Siðmennt. Það var ótrúlega mikil hjálp í því fyrir mig að geta gengið inn í samtök þar sem mér fannst ég eiga heima. Mér fannst ég vera komin heim og langaði til að láta gott af mér leiða og byrjaði að gifta fólk og taka þátt í nafnagjöfum og næst á dagskrá er að taka að mér útfarir líka,“ sagði Selma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær
Fréttir
Í gær

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum

Töluvert halli á erlendar konur í heimilisofbeldismálum – Fái ekki túlkaþjónustu og ofbeldismennirnir hræði þær með lygum
Fréttir
Í gær

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“

Lofar hinn brottrekna Magnús Hlyn í hástert – „Fáir fréttamenn komast á þann stað að vera elskaðir og dáðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings

Þórdís segir lýðræðinu ógnað með ofsalegri auðsöfnun fárra og rafrænum heilaþvotti almennings
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“

Sigurður lýsir því erfiða hlutskipti að vera sakborningur – „Það breytir því hvernig sumir horfa á mann“