fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Þjófarnir gripnir glóðvolgir í Kópavogi: „Annar þeirra var sakleysið uppmálað“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2019 15:58

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir innbrotsþjófar voru handteknir í Kópavogi á laugardag eftir að tilkynnt var um innbrot í nýbyggingu í bænum. Á vettvangi og í nágrenni hans var ekki á miklu að byggja og þjófarnir hvergi sjáanlegir, en þó mátti sjá einhver skóför og hjólför að auki.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að þetta hafi þó verið nóg til þess að lögreglumenn, sem sinntu útkallinu, kæmust á sporið, en það leiddi þá að íbúð annars staðar í bænum.

„Þar fyrir utan stóð bifreið, sem hafði geyma þýfið, en í íbúðinni voru tveir menn, annar á þrítugsaldri og hinn á fimmtugsaldri, og voru báðir handteknir í þágu rannsóknar málsins.

Annar þeirra, húsráðandinn, var sakleysið uppmálað þegar spurt var út í innbrotið og hvort hann hann hefði eitthvað misjafnt að geyma á heimilinu. Ekki reyndust svör hans sannleikanum samkvæm því í íbúðinni fannst talvert af fíkniefnum, sem lögreglan lagði hald á.“

Að sögn lögreglu játuðu mennirnir báðir sök við yfirheyrslu á lögreglustöð, en að því loknu var hinum stolnu munum komið aftur í réttar hendur.

„Mestmegnis voru þetta verkfæri, en þjófnaðurinn var mjög bagalegur fyrir eigandann sem hefði lítið komist áfram við framkvæmdirnar án þeirra. Hér fór því allt vel, ekki síst af þeirri ástæðu að lögreglumennirnir sýndu mikla útsjónarsemi við að upplýsa málið,“ segir lögreglan í tilkynningu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“