fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Unglingapartý í Breiðholti og átta grunaðir um akstur undir áhrifum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Átta ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fimm ökumenn voru stöðvaðir í Ártúnsbrekku fyrir að aka of hratt.

Einn ofangreindra ökumanna var handtekinn og færður í fangageymslu, enda hafði jafnframt verið tilkynnt að hann hafi verið að stela verðmætum úr verslun, annar ökumannanna reyndist vera eftirlýstur vegna afplánunar refsingar.

Í hverfi 108 þurfti lögregla að hafa afskipti af manni sem var í annarlegu ástandi á heilbrigðisstofnun. Hann var færður á lögreglustöð til að sofa úr sér, en hann er grunaður um ofbeldi gegn opinberum starfsmanni, eignaspjöll og fleira.

Í miðborginni var tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi. Þolandinn fékk sár á höfuðið en vildi ekki leita sér læknisaðstoðar.

Á Bústaðavegi var ekið á ljósastaur. Engin meiðsl urðu á fólki en bifreiðina þurfti að draga af vettvangi.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um innbrot í heimahúsi. Þar hafði gluggi verið spenntur upp og verðmætum stolið.

 Maður var handtekinn á veitingastað í Smáralind, grunaður um líkamsrás og hótanir.

Í Breiðholti hafði lögregla afskipti af unglingapartý. Þar hafði 15 ára unglingur haldið partý, gestir voru allir unglingar og um 35 talsins. Áfengisumbúðir voru sjáanlegar og enginn fullorðinn á svæðinu. Lögregla leysti upp partýið og tilkynnti til húsráðenda og barnaverndar.

Ölvaður maður var handtekinn í Árbænum. Hann var gestur í húsnæði þar og hafði í hótunum við húsráðendur.  Maðurinn var erlendur, nýkominn til landsins og hafði á engan annan stað að leita. Hann fékk því að eyða nóttinni í fangageymslu lögreglu.

Bíll valt við Gullinbrú, engin meiðsl á fólki en bifreiðina þurfti að flytja af vettvangi af dráttarbifreið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“