fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Ingibjörg upplifir sig rænda og vanvirta: „Ég fór ekkert, ég fékk enga vöru“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingibjörg Þórðardóttir, varaþingmaður Norðausturkjördæmis, er afar óánægð með viðskiptahætti Flugfélagsins. Hún segist upplifa að félagið beri enga virðingu fyrir tíma hennar, og jafnvel ræna hana. Þetta kemur grein Ingibjargar á vefsíðu Austurfrétta.

Um helgina var Ingibjörgu og eiginmanni hennar boðið til veislu. Því var flugið fram og til baka bókað fyrir þau bæði, milli Egilsstaða og Reykjavíkur.

„Eftir hádegi fékk ég svo tölvupóst þar sem tilkynnt var að veislunni hefði verið frestað. Ég sem hef gengið í gegnum ýmislegt með Flugfélaginu fékk hnút í magann og áttaði mig strax á því að líklega hefði ég verið að tapa peningum.“

Ingibjörg hringdi strax í Flugfélagið til að afbóka flugið, og miðað við fyrri reynslu var hún viðbúin því að það gengi ekki snurðulaust fyrir sig.

„Ég var því mjög hissa þegar þjónustufulltrúinn sagði að það væri ekkert mál að afbóka og ég hristi hausinn yfir ruglinu í sjálfri mér. En svo kippti þjónustufulltrúinn mér inn í gamalkunnan raunveruleikann og sagði mér að það væri ekkert mál að afbóka, ég fengi rúmar 72.000 krónur endurgreiddar.“

72 þúsund krónur endurgreiddar, en flugið hafði kostað tæpar 89 þúsund krónur.

„Hvernig getur þetta verið? Ég sat hér fyrir framan tölvuna í vinnunni og tapaði 17.000 krónum. Ég fór ekkert, ég fékk enga vöru og enga þjónustu en tapaði samt 17.000 krónum. “

Ingibjörgu finnst bókun flugsætis ekki vera ýkja ólíkt því að versla hefðbundna vöru úr netverslun.  Í viðskiptum við netverslun er reglan að ef viðskiptavinurinn fær ekki þá vöru sem hann borgaði fyrir þá fær hann endurgreitt.

„Annað er fáránlegt. Ef þetta er borið saman við aðra vefverslun þá er þetta einfaldlega galið. Ef ég bóka hótelherbergi hef ég alltaf ákveðin tíma til að afbóka og þarf þá ekki að borga. Ef ég panta mér skó á netinu og fótbrotna svo klukkutíma síðar er ekkert mál að hafa samband við verslunina. Ég borga ekkert í afpöntunargjald.“

Einkum eru svona viðskiptahættir slæmir fyrir landsmenn eins og Ingibjörgu sem búa lengst frá höfuðborginni. Þurfi þeir að komast til borgarinnar stendur þeim til boða að keyra þessa rúmu 700 kílómetra fram og til baka, eða fljúga.

„Því miður er þetta bara ein af mörgum sögum sem ég get sagt af samskiptum mínum við Flugfélagið þar sem ég annað hvort upplifi að ég hafi verið rænd eða að virðing fyrir tíma mínum sé engin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“