fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Arnþrúður hjólar í Egil: „Nei, nú hefur Egill Helgason líka bæst í hóp popúlistanna“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnþrúður Karlsdóttir hjá útvarpi Sögu hefur svarað pistli Egils Helgasonar frá því í gær og segir Egil vera í hópi „góða fólksins“ sem ræðst með hatursfullum hætti að fólki sem er þeim ósammála og kallar hann popúlista.

Það hefur löngum verið vitað að Egill Helgason vinnur fyrir tvo herra og þjónar báðum. Á forsíðu DV.is birtir hann fyrirsögnina að Útvarp Saga hvetji til fjöldamorða í símatíma stöðvarinnar en slíkt tal verður að flokkast undir óskhyggju Egils Helgasonar.“

Í pistli sínum í gær skrifaði Egill upp samtal Útvarps Sögu við innhringjanda þar sem hælisleitendur voru kallaðir ruslaralýður og sagðir vera með frekju og yfirgang

Innhringjandi: Við þurfum kannski að fara að taka upp eitthvað slíkt dæmi, við getum ekki haft þetta svona, þessi ruslaralýður sem hér á ekki að vera…“

Sjá einnig: Símatími á útvarpsstöð 21. mars 2019 – Hvatt til fjöldamorða

Þetta var Arnþrúður ekki ánægð með og segir Egil skrumskæla ummæli innhringjanda.

Egill Helgason heldur að hann slái sér upp á því að ráðast á Útvarp Sögu.

Hann gerir ekki athugasemdir við þau ummæli sem þar eru látin falla við þessa falsgrein sína um útvarpsstöðina. Nei, nú hefur Egill Helgason líka bæst í hóp poppúlistanna.“

Arnþrúður telur svo upp mörg málefni líðandi stundar sem Útvarp Saga hafi fjallað um. Málefni á borð við þriðja orkupakkann, Brexit, fátækt á Íslandi og vinnudeilur. Allt umræðuefni sem Egill hafi ekki fjallað um.

Allt er þetta efni sem kemst ekki af einhverjum ástæðum til vitrænnar umfjöllunar hjá Agli Helgasyni.“

Þess í stað skrumskælir hann ummæli innhringjanda á Útvarpi Sögu og telur sig þess bæran að túlka það sem innhringjandinn hafi örugglega ætlað að segja.  Sínar eigin vangaveltur gerir hann nú að skoðun Útvarps Sögu og birtir á forsíðu DV.“

Nú er spurning fyrir hvorn herrann var Egill Helgason að vinna þá er hann skrifaði þessa grein? Hver hagnast mest á falsgreinum Egils Helgasonar?  Er tilvist Útvarps Sögu lýðræðinu að kenna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt

Mannslátið í Kópavogi: Hinn látni var um fertugt
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“

Vilhjálmur harmar ákvörðun Hvalfirðinga og segir að nú þurfi þeir að borga Akranesi hundruð milljóna króna – „Það er einfalt jafnræðismál“
Fréttir
Í gær

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“

Ekki sammála um ábyrgð fjölmiðla á rætnum athugasemdum – „Mola þannig undan því sem eftir stendur af blaðamennsku á Íslandi“
Fréttir
Í gær

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu

Rak í rogastans eftir búðarferð – Trúði ekki hvað níu hlutir kostuðu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum

Gagnrýna að þjónusta sem var efld á höfuðborgarsvæðinu sé skert á landsbyggðinni – Lítið ber á skýringum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum

Vandræðagemsar handteknir á hótelum