fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 23. mars 2019 11:15

Gunnar Smári Egilsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, sósíalisti,  gagnrýnir þá sem níða aðra á samfélagsmiðlum fyrir stafsetningar- eða málfarsvillur. Með komu Internetsins hafi fleiri fengið vettvang til að taka þátt í þjóðfélagsumræðunni.

„Þau sem skrifa hér á Facebook án þess að kunna allar reglur íslenskunnar eru Rósur Park vorra daga, fólk sem neitar að sitja aftast þar sem því hefur verið vísað til sætis. Netið hefur rofið einangrunina prentmálsins, þar sem aðeins fáir höfðu aðgengi að takmörkuðu rými. Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Rósa Parks var fátæk blökkukona í Bandaríkjunum sem barðist fyrir réttindum svartra, meðal annars á móti aðskilnaði hvítra og svarta. Hún er frægust fyrir að neita að standa upp fyrir hvítum manni í strætó árið 1955, en á þeim tíma var svörtum gert að sitja aftast í strætó, nema þegar mörg sæti voru laus í miðjunni. Þó bar þeim að víkja sæti fyrir hvítum einstaklingum og setjast þá aftar. Rósa neitaði og var í kjölfarið handtekin og ákærð.  Borgaraleg óhlýðni hennar leiddi til mótmælaöldu þar sem svartir, sem voru stór hópur strætófarþega, sniðgengu strætó og leiddi það til þess að aðskilnaði var hætt.  Gunnar líkir þeim sem skrifa á netið með stafsetningar- eða málfræðivillum við Rósu.

„Og þar rísa upp þau sem ekki voru innvígð og innmúruð í veröld prentverksins. Þau fyrstu sem risu upp urðu fyrir aðkasti, en nú er augljóst að það er fólkið sem gerir hróp að hinum skrifblinda eða þágufallssjúka sem skilur ekki hvar það er, kann sig ekki í almenningi. Það er eins og hvíta fólkið sem gargaði froðufellandi að Rósu Park og krafðist þess að hún yrði fjarlægð úr strætó, þau létu ekki bjóða sér að sitja í sömu stólum og svo auðvirðileg kona. Tökum ekki þátt í útskúfun og einelti, kyndum ekki undir fordóma og fyrirlitningu; stöndum með þeim sem tjá sig án þess að vera innvígð eða innmúruð í elítuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“