fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Frumvarp Svandísar lagt fram: Fíklar á Íslandi geti sprautað sig í æð í neyslurými undir eftirliti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2019 10:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem kveður á um lagaheimild til að stofna og reka neyslurými hefur verið lagt fram á Alþingi. Markmiðið með rekstri neyslurýma er að draga úr skaðlegum afleiðingum af notkun ávana- og fíkniefna.

Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að frumvarpið feli í sér breytingar á lögum um ávana- og fíkniefnum sem gerir embætti landlæknis kleift að heimila sveitarfélagi að stofna og reka neyslurými að uppfylltum nánari skilyrðum sem heilbrigðisráðherra setur um rekstur þeirra, svo sem um þjónustu, hollustuhætti, hæfni starfsfólks og upplýsingagjöf.

Neyslurými er skilgreint í frumvarpinu sem „lagalega verndað umhverfi þar sem einstaklingar sem eru 18 ára og eldri geta neytt ávana- og fíkniefna í æð undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna og þar sem gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.“

Í tilkynningunni kemur fram að neyslurými séu ætluð sem skaðaminnkandi úrræði sem felst í því að draga úr heilsufarlegum, félagslegum og efnahagslegum afleiðingum notkunar ávana- og fíkniefna án þess endilega að draga úr notkun þeirra.

„Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að reynsla annarra þjóða sýni jákvæð áhrif af neyslurýmum sem úrræði. Bent er á minni úrgang vegna notaðs sprautubúnaðar sem skilinn er eftir á víðavangi og bætt heilsufar þeirra sem nýta sér rýmin. Notkun þeirra hefur m.a. dregið úr tíðni HIV-smita og lifrarbólgu C og færri en ella deyja vegna neyslu á of stórum skammti. Fram hefur komið að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin og Evrópusambandið telja neyslurými mikilvægan þátt í að draga úr smitsjúkdómum og dauðsföllum vegna neyslu of stórra skammta.“

Þá segir að ávinningi af neyslurýmum hafi verið skipt í þrennt, þ.e. persónulegan ávinning fyrir notendur, samfélagslegan ávinning sem sést best á umgengni á almenningsstöðum og loks fjárhagslegan ávinning sem felst aðallega í styttri legutíma á sjúkrahúsum, snemmbúnum inngripum og lægri lyfjakostnaði vegna meðferðar við HIV-smiti og lifrarbólgu C.

„Undirbúningur að opnun neyslurýmis í Reykjavík hefur staðið yfir um skeið. Fyrir liggur að velferðarsvið Reykjavíkurborgar muni taka þátt í verkefninu og í fjárlögum þessa árs eru 50 milljónir króna ætlaðar til þessa málefnis,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Hér er hægt að kynna sér frumvarpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“