Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, virðist illa brugðið við SMS-um sem fékk frá bæði N1 og Olís.
Bæði félög sendu henni SMS vegna afmælis hennar á morgun og buðu henni því afslátt. „Halló Persónuvernd. Má snerta mig svona með SMS?,“ spyr Vigdís á Facebook.
Facebook-vinur hennar segir að þetta koma fram í skilmálum félaganna. „Olíufélögin eru með í fyrirvara í skilmálunum sínum að senda markaðsskilaboð þegar þú óskar eftir lykli frá þeim,“ segir sá.
Vigdís svarar: „Ég þarf að kalla eftir skilmálunum – er þetta í smáa letrinu?“
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vigdís blöskrar SMS en í fyrra kvartaði hún undan SMS-i þar sem hún boðin velkomin til Danmerkur og henni tjáð að þar gildi Reiki í Evrópu.
Vigdísi þótti þetta heldur kaldar kveðjur og birtir á Facebook skjáskot af skilaboðunum og skrifaði: „Rosalega er þetta óhuggulegt!!! Hvar er persónuverndin???“