Þrír voru handteknir við Alþingishúsið á öðrum tímanum í dag eftir að lögreglan var kölluð þangað vegna hóps af fólki sem hindraði aðgengi að húsinu.
Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að þremenningarnir hafi ekki hlýtt ítrekuðum fyrirmælum lögreglu um að láta af þessari háttsemi og voru handteknir eins og áður sagði.
Í frétt RÚV kemur fram að um meðlimi No Borders hafi verið að ræða. Haft er eftir Helga Bernódussyni, skrifstofustjóra Alþingis, að mótmælendur hafi raðað sér fyrir framan aðalinngang og bakinngang hússins. Þá lokuðu þeir innkeyrslu á bílastæði hússins.
Helgi segir að allt sé komið í ró núna.