Kona á þrítugsaldri frá Brasilíu sætir gæsluvarðhaldi eftir að tollgæslan stöðvaði hana á Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði. Konan kom til landsins frá Madrid, Spáni. Eftir að tollgæslan stöðvaði hana var hún handtekin af lögreglunni á Suðurnesjum sem færði hana á lögreglustöð þar sem hún skilaði af sér 37 pakkningum af kókaíni sem hún hafði komið fyrir í leggöngum, maga og meltingarvegi.
Heildarmagn kókaíns var um 400 grömm, sem hefði selst fyrir um sex milljónir íslenskra króna. Við skýrslutöku hjá lögreglu greindi konan frá því að henni hafi verið heitnar sjö þúsund evrur fyrir flutningin sem svarar til um það bil einnar milljón íslenskra króna.