Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur fær á baukinn á Twitter fyrir ummæli sem hann lét þar falla vegna skiltis sem var hengt á styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli á dögunum. Hannes segir framkomu mótmælenda á Austurvelli vera óþolandi en sumir nota tækifærið til að skjóta nokkuð fast á prófessorinn.
„Lögreglan verður að fá stuðning frá stjórnvöldum. Það er óþolandi, að hælisleitendur frá Nígeríu óvirði minningu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og misnoti íslenska fánann,“ skrifaði Hannes á Twitter í gær.
Dagur Hjartarson rithöfundur ríður fyrstur á vaðið í að svara Hannesi. „Óþolandi að stjórnmálafræðingur frá Íslandi væli yfir að aðrir óvirði þjóðhetjur þegar hann var sjálfur dæmdur í hæstarétti fyrir að brjóta á höfundarrétti Halldórs Laxness, hvorki meira né minna, takk fyrir pent,“ skrifar Dagur.
Ekkert er eins mikið í anda frjálshyggjunnar en að ríkið fái eins mikið svigrúm til valdbeitingar og mögulegt er ef einhver særir viðkvæmar tilfinningar aldraðra smáborgara.
— Gunnjón? (@Gunnnonni) March 18, 2019
Réttlát málsmeðferð lifandi manna >>> minning löngu dauðra manna
— Arnór B. Svarfdal (@arnorbs) March 18, 2019
Éttu skít.
— stefan.vigfusson@gmail.com (@SVigfusson) March 18, 2019
hvaða stuðning vantar lögregluna?
Hvernig var minning Jóns Sigurðssonar óvirt og að hvaða leyti var fáninn misnotaður?
— Ásmundur Alma (@Asmundur90) March 18, 2019
Æj særðu flóttamennirnir viðkvæmu rasistatilfinningar þínar? Þarf að hringja í vælubílinn?
— Óskar Steinn ?️? (@oskasteinn) March 18, 2019