fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Dóttir Guðbjargar skilgreinir sig sem kött: „Fannst gaman að hafa eyru og skott“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2019 15:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hún er 15 ára, að verða 16 ára á þessu ári. Hún hefur alltaf verið miklu meira köttur en manneskja. Hún er náttúrlega með einhverfu og fannst mjög gaman að hlaupa á höndum og fótum þegar hún var krakki, fannst gaman að hafa eyru og skott og svona. Allar peysur sem voru með mynd af kisum fannst henni bara æðislegar. Svo þegar við kynntumst þessu þá var það bara næsta skref.“

Þetta segir Guðbjörg Ragnarsdóttir í þáttunum Nörd í Reykjavík sem sýndir eru á RÚV. Dóttir Guðbjargar skilgreinir sig sem „furry“ eða loðdýr, fólk sem ýmist laðast að dýrum með mannlega eiginleika eða skilgreinir sjálft sig sem slíkt. Slíkt fólk klæðist oft á tíðum sérstökum dýrabúningum. Guðbjörg segir að loðdýradýrkun og búningarnir sem fylgja hafa hjálpað mörgum. „Mikið af fólki sem fer ekki út úr húsi, en ef það er í búningi verður það önnur persóna og þarf ekki að vera það sjálft.“

Guðbjörg segir sjálf að skemmtilegast sé einfaldlega að klæða sig í búninga. „Að klæða sig í búninga, það er bara gaman. Og sumir eiga bara höfuð og hendur, kannski fætur, og eru svo bara í venjulegum fötum þar á milli. En það er náttúrulega skemmtilegast að eiga heilan galla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Í gær

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“