fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Nakinn maður við Reykjavíkurflugvöll

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. mars 2019 10:39

Reykjavíkurflugvöllur þar sem Ólöf starfaði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma í gærkvöldi var tilkynnt um nakinn mann í almennri aðstöðu við Reykjavíkurflugvöll.

Fram kemur í dagbók lögreglu að þarna var um að ræða erlendan heimilislausan mann sem hefur vanið komur sínar þarna. Notar hann þá  meðal annars almennings salernið til að þrífa sig. Manninum var vísað burt.

 Um svipað leyti var tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108.  Þjófurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu meðan unnið var í máli hans en illa gekk að fá túlk svo hægt væri að ræða við geranda. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Um hálfellefu leytið í gærkvöldi var tilkynnt um par í átökum við veitingahús í Kópavogi 200.  Parið var ofurölvi og neitaði að segja til nafns og fór ekki að fyrirmælum lögreglu.

Þegar lögreglumenn voru að handtaka manninn þá réðst konan að þeim og tálmaði störf þeirra.  Voru þau bæði handtekinn og vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt um slys á heimili í hverfi 113.  Samkvæmi var í gangi og var kona að nota  hníf til að opna flösku.  Hnífurinn rann til í hendi konunar og var mikil blæðing.  Áhöfn sjúkrabifreiðar kom á vettvang  bjó um sárið og flutti síðan konuna til aðhlynningar á slysadeild.

Um hálf þrjú leytið í nótt var maður í annarlegu ástandi handtekinn við veitingahús í miðborginni.  Maðurinn hafði ráðist á dyraverði og var í tökum er lögregla kom.  Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi