fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fréttir

Faðir Erlu svipti sig lífi um jólin 2017: „Ég er svo hrædd um að það séu einhver bréf hérna“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 17. mars 2019 14:19

Erla Hlynsdóttir. Ljósmynd/Skjáskot af vef Vísis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er svolítið stressuð núna. Ég var eiginlega vona að hann hefði tæmt allt úr tölvunni. Ég er svo hrædd um að það séu einhver bréf hérna,“ segir Erla Hlynsdóttir blaðakona, þar sem hún er stödd á heimili föður síns heitins, Hlyns Þórs Magnússonar. Erla er ein af viðmælendum Lóu Pindar í 3. þættinum af Viltu í alvöru deyja sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld.

Þáttaröðin Viltu í alvöru deyja hefur vakið mikla athygli en þar ræðir Lóa Pind við aðstandendur einstaklinga sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Faðir Erlu Hlynsdóttur, Hlynur Þór Magnússon svipti sig lífi jólin 2017 en ekki er vitað hvort hann hafi látist á aðfangadag eða jóladag. Erla var einkadóttir hans en fram kemur í þættinum að samskipti þeirra feðgina hafi verið snúin.

Í þættinum er fylgst með þegar Erla rýfur lögregluinnsiglið að íbúðinni þar sem faðir hennar bjó. Erla hafði aldrei áður stigið þar inn fæti og í íbúðinni mátti ennþá finna ummerki um sjálfsvíg föður hennar.

„Þetta er bara hræðilegt,“ segir Erla meðal annars þar sem hún fer yfir muni föður síns heitins og skoðar sig um í íbúðinni.

Hún sendi föður sínum reglulega myndir af dóttur sinni, henni Lovísu. „Um tíma var það þannig að ef það leið vika og hann fékk ekki mynd þá gerði hann athugasemdir.“

Erla skoðar sig um í íbúð föður síns heitins. Ljósmynd/Skjáskot af vef Vísis.

Líkt og áður segir var samband Erlu og föður hennar snúið og framkoma hans var afar öfgafull. Samskiptin á milli þeirra  voru annað hvort afar góð eða þá afar erfið. Seinustu árin voru þau erfið og fékk Erla orðljótar sendingar frá föður sínum. Þannig hljómaði seinasta setningin til Erlu frá föður hennar: „Ég geri Erlu Hlynsdóttur og hennar hyski allt og alls staðar til bölvunar sem í mínu valdi stendur.“

Ef þú ert að hugleiða sjálfsvíg:

 Hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins: 1717 – opið allan sólarhringinn 

Talaðu við netspjall Rauða krossins á raudikrossinn.is 

Eða pantaðu tíma hjá Pieta samtökunum: pieta.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Í gær

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“

Kjartan snýr aftur – „Frá dýpstu hjartarótum þakka ég ykkur öllum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“

Davíð lýsir skelfilegri stöðu ungs manns eftir einelti á íslenskum vinnustað – „Fótur hans fór í mél“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi

Erlendur síbrotamaður sem fór huldu höfði rekinn úr landi