fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
FréttirLeiðari

Kúnstin að tapa með reisn

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 16. mars 2019 10:30

Sigríður Andersen. Myndir: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef teflt skák frá því að ég var á barnsaldri. Ég segi ekki að þeim tíma sem ég hef eytt í íþróttina hafi alltaf verið vel varið en við skákborðið lærði ég þó mikilvægar lexíur. Að tapa. Og ekki síður að horfast í augu við mistök mín.

Það skal enginn halda að það sé auðvelt að tapa í skák, sérstaklega hefðbundnum kappskákum sem taka oft fimm til sex klukkustundir. Maður mætir til leiks með heilann að vopni og byrjar að hreyfa mennina samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum. Á móti manni situr andstæðingur, sem getur verið á hvaða aldri sem er, og gerir slíkt hið sama. Skyndilega gerir maður mistök sem kosta mann skákina. Stundum er maður mátaður strax en ég hef líka lent í því að vera þrjár klukkustundir að berjast í verri stöðu gegn náunga sem smjattaði alltaf á munnvatni allan tímann og var með ógeðslegt skítaglott á vörunum. Ég náði ekki að bjarga mér og varð að gefast upp. Niðurlægingin var algjör og ég hef upplifað fleiri slíkar en ég kæri mig um að rifja upp. Töp sem voru tilkomin vegna minna eigin mistaka. Það er erfitt að horfast í augu við eigin breyskleika.

Eins og frægt er komst Mannréttindadómstóll Evrópu að þeirri niðurstöðu að  Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra landsins, hafi gert alvarleg mistök. Mistök sem gerðu það að verkum að dómskerfi okkar Íslendinga er í uppnámi. Fyrstu viðbrögð dómsmálaráðherrans ollu miklum vonbrigðum. Hún mætti niðurstöðunni af hroka og gerði lítið úr vægi dómstólsins. Þá benti hún á að dómurinn hefði klofnað í afstöðu sinni til málsins, sem ég vona að verði ekki réttlæting sakamanna í dómsmálum framtíðarinnar.

Degi síðar var komið annað hljóð í strokkinn og það skal enginn segja mér að Sigríður hafi sjálf komist að þeirri niðurstöðu. Sennilega hefur hún ofmetið stuðning við sig og séð þann kost vænstan að stíga til hliðar (lesist: segja af sér). Ég efa það ekki að Sigríður hafi upplifað mikla  persónulega niðurlægingu vegna málsins. Það er erfitt að vera dreginn til ábyrgðar vegna mistaka sinna, sérstaklega ef maður vill ekki horfast í augu við þau.

Ég held að flestir Íslendingar beri meira traust til Mannréttindadómstóls Evrópu en íslenskra dómstóla eða stjórnvalda. Þess vegna er beinlínis hrollvekjandi að heyra málsvara flokksins gefa það til kynna að lítið sem ekkert sé að marka þessa niðurstöðu. Ég tel að það sé ekki til of mikils mælst að íslenskir ráðherrar kunni að standa og falla með sínum gjörðum, horfast í augu við mistök sín og tapa með reisn. Það er fátt sem bendir til þess að Sigríður Á. Andersen hafi lært þá lexíu og því á hún ekkert erindi aftur í ráðherrastól.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum