fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Gunnar Smári segir engu skipta hvað Katrín segir: „Birgir og Jón Steinar hafa talað“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2019 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og einn stofnenda Sósíalistaflokksins, segist ekkert botna í áhuga fjölmiðla að heyra skoðun Katrínar Jakobsdóttur á dóm Mannréttindadómsins. Hann segir hennar eina hlutverk vera að milda ásjón valdníðslu.

„Ég skil ekki þessa spennu fyrir því hvað Katrín segir. Bæði Birgir Ármannsson og Jón Steinar Gunnlaugsson hafa talað. Línan er komin: Málinu verður áfrýjað (afleiðingum frestað enn) til yfirréttar, hamrað á að dómur Mannréttindadómsins hafi engar sjálfkrafa afleiðingar (ekkert liggur á), íslenskir dómstólar hafi úrskurðað um að dómaraefnin hafi verið rétt skipuð og dómurinn raski því ekki (við erum fullvalda, þurfum ekki og eigum ekki að eltast við hugmyndir útlendinga), mikilvægt sé að tryggja að Landsréttur haldi áfram störfum og röskunin verði sem minnst (látum eins og ekkert sé) og að dómurinn finni að málsmeðferð ráðherra, þings og forseta og því sé fráleitt að krefjast þess að Sigríður Andersen segi af sér,“ segir Gunnar Smári á Facebook og vísar í frétt Vísis þar sem greint var frá því að hún hafi neitað að tjá sig við komu til landsins.

Gunnar Smári spáir því svo að síðar í dag muni Katrín tjá sig og þá verði það eitthvað orðasalat.

„Meginhlutverk Katrínar Jakobsdóttur er að vera talsmaður ríkisstjórnarinnar, mild ásjóna grimmrar stefnu, valdníðslu og yfirgangs yfirstéttarinnar gagnvart hagsmunum almennings. Hún mun framreiða eitthvert orðasalat í hádeginu úr hráefninu frá hinum innmúruðu og innvígðu. Stuðningsfólk hennar mun finnast það hljóma vel þótt það skilji ekki alveg hvað hún er að segja, en það er vant því. Aðrir munu fussa og sveia en það er lið er hvort sem er alltaf að fussa og alltaf að sveia,“ segir Gunnar Smári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær