fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Skutlari í vímu velti bíl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 13:28

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem segist vera skutlari velti fyrir skömmu bíl sínum á Sandgerðisvegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Mikið hefur verið um akstur undir áhrifum ólöglegra efna í umdæminu undanfarið, oft með slæmum afleiðingum, en tilkynningin er eftirfarandi:

Lögreglan á Suðurnesjum hefur á síðustu dögum haft afskipti af og tekið úr umferð ökumenn vegna gruns um vímuefnaakstur. Ökumaður sem velti bifreið sinni á Sandgerðisvegi kvaðst vera skutlari. Viðkomandi var grunuð um fíkniefnaakstur og sýndu sýnatökur jákvæða svörun varðandi það. Hún var flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

Annar ökumaður sem hafði ekið bifreið sinni út í skurð var meðvitundarlaus af áfengisneyslu þegar lögregla kom á vettvang. Viðkomandi viðurkenndi áfengisneyslu þegar hann komst til meðvitundar.

Þriðji ökumaðurinn, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis, var sofandi í bifreið sinni, sem var í gangi, þegar lögreglu bar að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær