fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Hagaskóli biður um að nemandi verði ekki rekinn úr landi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. mars 2019 15:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölskylda frá Afganistan sem flúði hingað frá Grikklandi, bíður nú þess að verða send aftur til Grikklands. Um er að ræða konu og tvö börn hennar en faðir barnanna er týndur í Grikklandi. Útlendingastofnun hefur hafnað því að taka mál fjölskyldunnar til efnislegrar meðferðar og kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. Er því ljóst að fjölskyldan verður send til Grikklands á næstunni.

Eldra barnið er stúlka að nafni Zainab Safari og stundar hún nám í Hagaskóla. Þar hefur henni vegnað vel og hefur nú Réttindaráð Hagaskóla, sem skipað er nokkrum nemendum, kennurum og einu foreldri, ályktað gegn brottflutningnum og biður stúlkunni griða.

Í ályktun ráðsins sem birt er á heimasíðu Hagaskóla kemur fram að Zainab líði vel í Hagaskóla og nemendur og starfsfólk styðji við bak hennar. Ályktunin er eftirfarandi:

Zainab Safari er nemandi í 9. bekk í Hagaskóla. Hún kom til Íslands við upphaf yfirstandandi skólaárs eftir að hafa dvalið í flóttamannabúðum í Grikklandi. Zainab er frá Afganistan. Á fundi réttindaráðs Hagaskóla miðvikudaginn 6. mars 2019 kom til umræðu mál Zainab en hún og fjölskylda hennar fengu þær upplýsingar í vikunni fyrir fundinn að þau fengju ekki dvalarleyfi á Íslandi og yrðu send aftur til Grikklands. Zainab vill vera áfram á Íslandi. Hún er í góðum bekk í Hagaskóla og líður vel með nemendum og starfsmönnum sem styðja við bak hennar.

Zainab er ekki nema 14 ára gömul en hefur þurft að ganga í gegnum hluti sem ekkert barn eða fullorðinn einstaklingur ætti að þurfa að ganga í gegnum. Réttindaráð Hagaskóla mótmælir harðlega þeim áformum að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi, út í óvissu sem hræðir fjölskylduna mjög. Ísland er aðili að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn hefur verið lögleiddur á Íslandi en samkvæmt 3. grein skulu yfirvöld taka allar ákvarðanir er varða börn með hagsmuni barna að leiðarljósi. Það sem barninu er fyrir bestu á að ráða. Einnig fjallar Barnasáttmálinn um rétt barna til góðra lífsskilyrða (grein 27), vernd gegn ofbeldi (grein 18) og rétt til menntunar (grein 28), svo dæmi séu nefnd. Við skorum á stjórnvöld að taka tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna við ákvörðun sína.

Fjallað er um mál fjölskyldunnar á Stundinni og kemur þar fram að hún er örsnauð og aðstæður flóttamanna í Grikklandi þangað sem fólkið verður sent séu skelfilegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“