fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

70% gæsluvarðhaldsfanga gert að sæta einangrun – Getur haft miklar afleiðingar á líkamlega og andlega heilsu

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 12. mars 2019 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi dómsýslunnar og Dómarafélagi Íslands var einangrunarvist tekin til umræðu, sem er mun hærra hlutfall en í Danmörku. Í ljós kom að á síðasta ári voru 70% prósent gæsluvarðhaldsfangar látnir sæta einangrun. Eiríkur Tómasson, prófessor og sérfræðingur í réttarfari, setur spurningarmerki við þá tilhneigingu lögreglu, ákæruvalds og dómstóla að fara fram á eða úrskurða um einangrun. Þetta kemur fram á vef Dómstólasýslunnar.

„Í lögum segir að ekki megi úrskurða gæsluvarðhaldsfanga í einangrun nema að hún sé nauðsynleg fyrir rannsóknarhagsmuni. Hér gildir meðalhófsreglan – að ekki eigi að grípa til þessa úrræðis ef hægt er að ná fram sama markmiði með öðrum leiðum og einangrun á að standa eins stutt yfir og hægt er.“

Sólveig Fríða Kærnested, sviðsstjóri meðferðarsviðs Fangelsismálastofnunar segir að erfitt sé að meta þau áhrif sem einangrunarvist hefur á fanga, en þær rannsóknir sem hafi verið gerðar bendi til þess að afleiðingarnar geti verið miklar, hvort sem þær væru líkamlegar, andlegar, tilfinningalegar eða hugrænar.

Einangrunarvist er einnig talin hafa áhrif á undirliggjandi geðraskanir, en einstaklingar virðast misviðkvæmir fyrir henni, sumir virðist ekki bera sýnilegan skaða á meðan aðrir eigi erfitt með að afbera vistina.

Eftirlit er haft með heilsu einangrunarfanga. Sálfræðingar fangelsismálastofnunnar fara einu sinni í viku í fangelsið á Hólmsheiði, þar sem fangar í einangrun eru vistaðir og kanna hvort þeir sofi,  nýti sér útivist og fleira. Þá eiga fangarnir rétt á að hitta sálfræðing sem og leita sér annars konar heilbrigðisþjónustu.

Fundarmenn voru sammála um að það væri æskilegt að draga úr notkun einangrunarvistar. Eins mikið og kostur gefist á.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“