fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Sema óskar eftir skýringum á því hvers vegna lögreglan beitti piparúða á mótmælendur í dag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. mars 2019 22:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli í dag. Um var að ræða nokkra tugi hælisleitenda og stuðningsmanna þeir. Kastaðist í kekki þegar einhverjir mótmælendu reyndu að reisa tjald á Austurvelli og lögreglan greip inn í. Lögregla beitti piparúða á mótmælendur og handtók tvo. Mótmælastaða hefur síðan verið fyrir utan lögreglustöðina á Hlemmi í kvöld, sjá hér. Sema Erla Serdar, stofnandi flóttamannahjálparinnar Solaris, segir að hún hafi ekki heyrt lögregluna vara við notkun piparúða áður en gripið var til hans. Þá hafi þeim sem urðu fyrir piparúðanum ekki verið veitt aðhlynning. Hún hefur óskað eftir því að framferði lögreglunnar verði skoðað. Hefur Sema Erla birt eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:

Ég var stödd á Austurvelli um kl. 18 í dag þar sem fram fóru friðsamleg mótmæli umsækjenda um alþjóðlega vernd og stuðningsfólks þeirra. Spilað var á trommur, hrópuð voru slagorð og fólk dansaði til að halda á sér hita. Það var ekki fyrr en lögreglan stillti sér upp og fór að ýta mótmælendahópnum að til ryskinga kom, sem endaði með því að lögreglan beitti piparúða á mótmælendurna. Ég heyrði lögregluna ekki vara við því og ég sá enga aðstoð fyrir þá sem fengu piparúða yfir sig. Einhverjir voru handteknir og eflaust særðust einhverjir í átökunum.

Ég hef, fyrir hönd Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi, sent tilkynningu á nefnd um eftirlit með lögreglu og óskað eftir því að framferði lögreglu gagnvart mótmælendunum verði skoðað.

Ég spurði hverjar verklagsreglurnar eru varðandi notkun lögreglu á piparúða, hvort ekki eigi ekki aðstoða þá sem verða fyrir piparúða og hvernig það hafi verið gert í þessu tilfelli. Ég spurði hvort tryggt hafi verið að allir vissu hvernig ætti að leita sér aðstoðar og hvenær kallað hafi verið eftir sjúkrabíl. Ég spurði hvort lögreglan hafi varað við að nota ætti piparúða og hvernig hún réttlæti það í þessu tilfelli. Þá spurði ég hvort rétt hafi verið staðið að handtökunum og tryggt að mótmælendur skyldu fyrirmæli sem þeir fengu.

Mótmælendahópurinn var ekki ógnandi og það var ekki ráðist á lögregluna. Mín upplifun er sú að lögreglan hafi farið fram með offorsi gegn mótmælendum og gripið til ofbeldis og vopna án þess að hafa ríka ástæðu til. Slíkt á aldrei að líðast. Þegar um minnihlutahóp er að ræða, sem hefur litla sem enga rödd í samfélaginu, þurfum við hin að standa upp og aðstoða þau við að standa vörð um réttindi sín og senda skýr skilaboð um að svona framkoma er með öllu óásættanleg.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi