Líkfundur varð á bökkum Ölfusás við Arnarbæli í Ölfusi. Er líkið talið vera af Ríkharði Péturssyni sem hefur verið saknað frá 23. janúar 2018 er hann fór frá heimili sínu á Selfossi. Fréttatilkynning lögreglunnar á Suðurlandi vegna málsins er eftirfarandi:
Um kl. 13:00 í gær var lögreglunni á Suðurlandi tilkynnt um líkfund á bökkum Ölfusár við Arnarbæli í Ölfusi. Það var göngumaður sem gekk fram á líkið sem talið er vera af Ríkharði Péturssyni fd. 3. apríl 1969 en hans hefur verið saknað frá því þann 23. janúar 2018 þegar hann fór af heimili sínu á Selfossi.
Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi ásamt tæknideild lögreglu höfuðborgarsvæðisins og kennslanefnd ríkislögreglustjóra vinna að rannsókn málsins.