Morgunblaðið skýrir frá þessu. Í umræddum aðgerðum Eflingar felst að fólk mun ekki leggja störf niður að fullu heldur aðeins sinna hluta hefðbundinna starfa sinna. Til dæmis munu hópferðabifreiðastjórar sinna akstri en þeir munu ekki fylgjast með hvort fólk hafi greitt fyrir ferðirnar. Einnig er boðað að bifreiðastjórarnir hætti að dæla eldsneyti á bifreiðar.
Haft er eftir Halldóri að þetta gangi gegn eðli verkfalla.
„Með þessu er Efling að marka skörp og illverjandi skil í þróun verkfallsréttar og beitingar hans. Það virðist vera sérstakt keppikefli Eflingar að láta reyna á mörk löglegra verkfalla og eðlilegt því að leita úrskurðar Félagsdóms.”