fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Kæra verkfallsaðgerðir Eflingar – Segir Eflingu vera að marka skörp skil í þróun verkfallsréttar og beitingu hans

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. mars 2019 07:55

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins ætla í dag eða á morgun að kæra ákveðnar verkfallsaðgerðir Eflingar. Kæran verður lögð fyrir Félagsdóm. Þessar verkfallsaðgerðir voru samþykktar í atkvæðagreiðslu félagsmanna Eflingar um helgina. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að aðgerðirnar gangi gegn skilningi margra á vinnulöggjöfinni.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Í umræddum aðgerðum Eflingar felst að fólk mun ekki leggja störf niður að fullu heldur aðeins sinna hluta hefðbundinna starfa sinna. Til dæmis munu hópferðabifreiðastjórar sinna akstri en þeir munu ekki fylgjast með hvort fólk hafi greitt fyrir ferðirnar. Einnig er boðað að bifreiðastjórarnir hætti að dæla eldsneyti á bifreiðar.

Haft er eftir Halldóri að þetta gangi gegn eðli verkfalla.

„Með þessu er Efling að marka skörp og illverjandi skil í þróun verkfallsréttar og beitingar hans. Það virðist vera sérstakt keppikefli Eflingar að láta reyna á mörk löglegra verkfalla og eðlilegt því að leita úrskurðar Félagsdóms.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi