Fjögurra bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi um eitt-leytið í dag. Sjónarvottur tjáði DV að umferð á veginum hafi nánast stöðvast um langa hríð. Samkvæmt frétt Vísis af málinu slasaðist enginn en sjúkrabíll og dælubíll voru á vettvangi og var búist við umferðarstöfum vegna óhappsins. Um háltvöleytið voru allir bílarnir sem lentu í árekstrinum horfnir af vettvangi.