fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

Brandur fann fyrir miklum sársauka á leiðinni til Nepal: „Dásamleg pynting“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 11. mars 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brandur Karlsson, framtíðarfræðingur, hefur vakið athygli fjölmiðla í Nepal, þar sem hann dvelur þessa stundina að kynna sér óhefðbundnar lækningar og tækifæri í heilbrigðismálum.

Sjá einnig: 

Óvissuför Brands – „Þarna höfum við fullkomna hetjusögu þar sem hetjan stígur út í óvissuna“

„Þegar ég var 14 ára gamall las ég bókina, Flóttinn frá Kathmandu, eftir ameríska rithöfundinn Kim Stanley Robinson. Þessi frábæra skáldsaga fyllti mig af löngun til að  heimsækja Nepal við fyrsta tækifæri.“

Þetta hefur miðillinn The Himalayan Times eftir Brand Karlssyni í umfjöllun um heimsókn hans til Nepal og fyrirætlanir hans á meðan á dvölinni stendur.

Samkvæmt Brandi var ferðin frá Íslandi til Nepal „dásamleg pynting“. Hann fann fyrir miklum sársauka á leiðinni en segir að ferðin hafi verið þjáningarinnar virði. „Ég elska að vera komin í aðra menningu og umhverfi.“

„Ég veit að hér mun ég horfast í augu við versta aðgengi fatlaðra, sem ég hef nokkru sinni þurft að glíma við, en ég læt það ekki stöðva mig og ég mun láta á það reyna hversu langt ég kemst í þessum hjólastól.“

Brandur og ferðafélagar ætla að hafa samband við einstaklinga með fötlun í Nepal og eiga við þá samtal. „Ég mun líka verða leiðbeinandi fyrir nepalska frumkvöðla og koma á samstarfi við nepalska heilbrigðiskerfið og aðstoða aðra með fötlun við að gera sér grein fyrir styrkleikum sínum.“

Brandur ætlar líka að heimsækja skóla í Kathmandu og fræða nemendur um aðstæður fatlaðra á Íslandi og með hvaða móti hann hefur barist fyrir réttindum fatlaðra hérlendis.

Hann sagði The Himalayan Times að hann vildi brúa bilið milli fjallalandanna, Íslands og Nepal, til að uppfylla óskir Guðna Th. Jóhannessonar forseta.

„Forsetinn hefur veitt mér innblástur til að vera útsendari félagslegra breytinga,“ sagði Brandur og bætti við að lykillinn að slíkum breytingum sé að hans mati tækninn. Með henni sé hægt að bæta aðgengi fatlaðra.

Brandur mun veita hluta af því fjármagni sem hann hefur safnað til spítala í Banepa sem er sérhæfður í endurhæfingu barna með fötlun.

Hann sagði í samtali við The Himalayan Time að hann ætli að mála Himalaya fjöllin, en Brandur málar með munninum.  Hann greindi einnig frá því að hann leggi í Nepal stund á endurhæfingu með meistara í fornum læknavísindum í þeirri von að endurhæfingin geti bætt lífsskilyrði sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Í gær

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum

Múslimum bannað að halda trúarhátíðir á opinberum stöðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi

Segja það ganga kraftaverki næst að hann hafi fundist á lífi