fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Fréttir

Austan stormur: Vitlaust veður í kvöld

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. mars 2019 10:16

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gífurlega sterk austanátt herjar á landsmenn í kvöld og veður verður mjög slæmt víða sunnanlands og suðaustanlands. Vindhraði verður allt að 30 m/sek undir Eyjafjöllun, í Vestmannaeyjum og í Öræfasveit. Á höfuðborgarsvæðinu verður skaplegt veður en engu að síður sterk austanátt, allt að 14 m/sek og um 3 stiga hiti. Lítil úrkoma verður inn til landsins frá og með kvöldinu og þurrt í Reykjavík.

Appelsínugul viðvörun Veðurstofunnar gildir fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendi. Gul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og Austfirði.

Í athugasemd veðurfræðings Veðurstofunnar segir:

„Athygli er vakin á austan stormi eða roki á SA-verðu landinu síðdegis til fyrramáls og má jafnvel búast við um 30 m/s í meðalvindi undir Eyjafjöllum, í Vestmanneyjum og í Öræfasveit. Full ástæða er til að fylgjast vel með þróun spáa og viðvörunum sem eru í gildi.“

Veðurhorfur næsta sólarhring skv. Veðurstofu:

„Vaxandi austlæg átt og slydda eða snjókoma S-lands, en síðar rigning. Dálítil él A-ast, en annars yfirleitt þurrt. Austan og síðan norðaustan hvassviðri á sunnanverðu landinu síðdegis en 23-30 m/s undir Eyjafjöllum og einnig á Suðausturlandi í kvöld og nótt. 

Lengst af hægari vindur fyrir norðan, en austan og norðaustan 15-23 þar í nótt og snjókoma. 
Dregur smám saman úr vindi á morgun.
Snjókoma norðanlands, slydda með A-ströndinni og léttir til um landið SV-vert. Mun hægari vindur annað kvöld

Hiti 0 til 5 stig S-til, annars víða 0 til 6 stiga frost. Hlýnar heldur norðanlands á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu

Hrannar Markússon dæmdur fyrir rán á hraðbanka og aðild að Hamraborgarmálinu
Fréttir
Í gær

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“

Hló og grét þegar hún las verklagsreglur KÍ um ofbeldi í skólum – „Þetta er svo fíflalegt að það er engu lagi líkt“
Fréttir
Í gær

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin

Ágúst Mogensen skrifar á degi reykskynjarans: Mikilvægasti tékklistinn fyrir jólin
Fréttir
Í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær

Dorrit var rænd á götum Lundúna í gær