Löngu áður en Jennifer Lopez var dómari á vinsælu þáttunum World of Dance var hún að reyna að gera fyrir sér sem dansari.
J. Lo byrjaði að æfa dans og söng þegar hún var fimm ára. Þegar hún var átján ára vann hún á lögmannsstofu til að borga reikningana svo hún gæti tekið að sér dansverkefni á kvöldin.
Allt stritið greinilega borgaði sig og þó það hafi ekki verið auðvelt segist J. Lo hafa elskað það.
„Ég man eftir að hafa fengið mér aðeins eina sneið af pítsu á hverjum degi þegar ég var dansari. Þannig lifði ég. Ég gerði það í nokkur ár áður en ég nældi mér í fyrsta stóra verkefnið mitt. Ég myndi ekki breyta þessu. Fyrir mig að komast úr þessu striti var draumur sem rættist,“ sagði Jennifer við Daily Mail 2017.
„Ég hef alltaf álitið mig sem dansara fyrst og söngvara síðan. Ég varð söngkona og leikkona eftir dansinn. Þetta er hluti af mér.“
Eftir að hafa æft dans í 16 ár fékk Jennifer loksins stór tækifæri. Hún fór í áheyrnarpróf til að vera „Fly Girl“ í gamanþættinum In Living Color á Fox.
Jennifer fékk að sjálfsögðu verkefnið og var í In Living Color í tvö ár áður en hún var dansari fyrir Janet Jackson. Í kjölfarið fór hún að leika og syngja, þið þekkið svo framhaldið.