Mariam Siv Vahabzadeh og unnusti hennar stefndu á að eiga saman fallegan dag einn laugardag í maí mánuði. Árið var 2005. Þau ætluðu að flytja saman í nýja íbúð ásamt ellefu mánaða gamalli dóttur þeirra. En þennan morgun upplifði Mariam sína sárustu og erfiðustu lífsreynslu. unnustinn tók eigið líf. Mariam var aðeins tvítug þegar þetta gerðist og sársaukinn var ólýsanlegur.
Mariam og Nadía dóttir þeirra eru á meðal viðmælanda í þættinum „Viltu í alvöru deyja?“ á Stöð 2 í kvöld. Hin reynslumikla og virta sjónvarpskona Lóa Pind framleiddi þættina undir nafninu Lóa Productions. Hafa þættirnir vakið mikla athygli.
Þegar unnusti Mariam lést fékk hún það erfiða hlutverk að skipuleggja jarðarför. Í umfjöllun Vísis segir að þessi ákvörðun hafi haft djúp og mikil langvarandi áhrif á líf Mariam næstu tvö árin. Nadía dóttir þeirra sem nú er þrettán ára segir:
„Ég myndi nú vilja kynnast honum.“
Mariam lýsir hinum erfiða degi á þessa leið:
„Við vorum búin að taka hringana af okkur og ömurlegt að skilja við einhvern í reiði. Ég bað þá um að stoppa í stiganum og hljóp með hringinn og setti á fingur hans.“
Mariam lýsir einnig í þættinum hvernig hún hleypur á eftir sjúkraliðunum Í þættinum sýnir Mariam Nadíu dóttur sinni hringinn.
„Þetta er trúlofunarhringurinn,“ segir Mariam.
„Má ég eiga hann?“ spyr Nadía.
„Jú, þú mátt eiga hann. Þetta er allt fyrir þig geymt,“ svarar Mariam.
Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 nú í kvöld.
Ef þú ert að hugleiða sjálfsvíg, hringdu í Hjálparsíma Rauða krossins 1717.