Ýmis verkefni hafa ratað inn á borð lögreglu í morgun og í dag. Klukkan 10:40 barst yfirvöldum tilkynning um líkamsárás við hótel í hverfi 105. Í skeyti frá lögreglu kemur fram að erlendur ferðamaður hafi verið sleginn í höfuðið með flösku. Þegar lögregla mætti á vettvang var árásarmaðurinn farinn.
Rétt fyrir klukkan tvö í dag var tilkynnt um fólk sem var í óleyfi í bílastæðahúsi í sama hverfi. Lögregla leitaði á fólkinu og fann fíkniefni en parið hafði einnig vopn undir höndum.
Rétt fyrir klukkan fimm í dag var lögreglu tilkynnt um að piltar væru að fara sér á voða á bílastæði við verslunarmiðstöð í Kópavogi. Voru piltarnir að draga hvorn annan í innkaupakerri sem þeir höfðu bundið við vespuna.