fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Víðtækur stuðningur við verkfallið: „Við göngum spennt og full tilhlökkunar inn í daginn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 8. mars 2019 11:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stéttarfélög víða um heim hafa lýst yfir stuðningi við baráttu Eflingar, en klukkan 10 í morgun hófst sólarhrings verkfall hreingerningarfólks.

„Það er gríðarlega mikilvægt að finna fyrir stuðningi frá félögum okkur erlendis frá og það gefur okkur byr undir báða vængi.“ Segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. „Við göngum spennt og full tilhlökkunar inn í daginn og þökkum fyrir allar góðar kveðjur sem okkur berast.“

Eflingu hafa borist stuðningskveðjur meðal annars frá Hotel- och Restaurangfacket (HRF) í Svíþjóð, sem sendir baráttukveðjur til „hugrakkra systra og bræðra á Íslandi“.

Einnig frá United Here, stéttafélag hótelstarfsmanna í Norður Ameríku sem segjast standa með Eflingu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna í baráttunni “fyrir réttlæti og virðingu fyrir störfum láglaunakvenna um allan heim“.

Svissneska stéttarfélagið International Union of Food, Agricultural, Hotel, Restaurant, Catering, Tobacco and Allied Workers Assosiations (IUF) sendir stuðningskveðjur til hótelþerna og standa með Eflingu í baráttunni fyrir bættum l´fiskjörum og réttlátara samfélagi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi