fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Þórunn greind með krabbamein: „Ég þarf að fara í harða meðferð“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 8. mars 2019 13:25

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur verið greind með brjóstakrabbamein. Hún segir frá þessu á Facebook. Fjöldi stjórnmálamanna senda henni baráttukveðjur.

„Kona fer í stríð. Svo háttar til að ég hef fengið stórt verkefni til að takast á við í lífinu. Ég hef greinst með brjóstakrabbamein. Það er þess eðlis að ég þarf að fara í harða meðferð gegn því. Þess vegna mun ég draga mig út úr þingstörfum og kalla inn varamann,“ segir Þórunn.

Hún segist þó staðráðin í að sigra þessa baráttu. „Ég óskaði ekki eftir þessu verkefni frekar en nokkur annar sem fær þetta tilboð í lífinu. En ég ætla að einhenda mér í verkið af öllum mínum mikla þunga. Ég hef aldrei farið baráttu til að tapa og hyggst ekki byrja á því núna. Bjartsýn, einbeitt, ákveðin og umvafin mínu fólki ætla ég að takast á við verkefnið,“ segir Þórunn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi