fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Ótrúlegur afbrotaferill Lofts: Dópaður á aðfangadag – gómaður með keðjusög

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 10:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í gær upp fangelsisdóm fyrir 29 ára gömlum manni, Lofti Karli Magnússyni, fyrir samtals 25 afbrot frá árinu 2017 og fram til síðasta sumars. Langflest brotin eru umferðarlagabrot þar sem Loftur hefur ekið dópaður, oftast sviptur ökuréttindum.

Hvert umferðarlagabrotið rekur annað frá febrúar 2017. Á aðfangadag 2017 var Loftur tekinn í Lækjargötu þar sem hann var á bíl sem hann var ófær um að stjórna sökum ástands síns en í blóði hans mældist þá mikið magn af amfetamíni og MDMA.

Loftur er einnig sakfelldur fyrir peningaþvætti fyrir að hafa haft í fórum sínum þýfi að verðmæti rúm hálf milljón króna. Voru það mest ýmiss konar verkfæri, til dæmis Lombard keðjusög. Loftur er einnig sakfelldur fyrir mörg fíkniefnabrot.

Loftur Karl Magnússon var dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Hann er sviptur ökuleyfi ævilangt. Upptæk hafa verið gerð hjá honum fíkniefni, amfetamín, MDMA og kókaín.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi