fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Leó dó á hræðilegan hátt og Kristel er með skilaboð til ökumanna – „Þessi litli meistari átti allt lífið eftir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er mikilvægt að segja frá þessu því það er orðið svo mikið um þetta í dag,“ segir Kristel Tanja Garðarsdóttir við DV en hún varð fyrir því að keyrt var yfir köttinn hennar, Leó, ungan og fallegan högna. Ökumaðurinn keyrði burtu af vettvangi. Mikilvægt er að þeir sem keyra á dýr fari með dýrið á dýraspítala en skilji það ekki eftir á götunni. Flestir kettir eru merktir með heimilisfangi og símanúmeri og lágmarks kurteisi er að hafa samband og láta eiganda vita.

Kristel skrifaði stuttan pistil um atvikið á Facebook-síðu sína:

„Þú sem keyrðir yfir köttinn minn og skyldir hann eftir á götunni, ég vona svo innilega að þú gerir þetta aldrei aftur. Það er alltof margt fólk sem gerir þetta og þetta er svo hræðilegt og sárt. Sem betur fer var yndisleg kona sem lét mig vita af litlu kisunni minni. Ef þú keyrir á kött þá stopparðu og ferð með hann á dýraspítalann. ekki skilja hann eftir á götunni. Þessi litli meistari átti allt lífið eftir. Hvíldu í friði elsku kisi, þin verður sárt saknað af öllum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi