fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Innbrotsþjófur reyndi að lokka 9 ára dreng með sér í Breiðholti: „Ég er mjög stressuð út af þessu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 17:58

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mjög stressuð yfir þessu,“ segir kona sem býr í blokk í Írabakka í Breiðholti en maður í annarlegu ástandi gerði þar mikinn óskunda í nótt. Hélt hann til í sameigninni, stal fatapoka og reyndi að komast inn í íbúð snemma í morgun.

„Við höfum oft rekið hann út héðan áður og hann hefur ekki komist lengra inn en í anddyrið,“ segir konan en óljóst er hvernig maðurinn komst inn í húsið í nótt. „Það er möguleiki að hann hafi komist inn um þvottahúsgluggann en reyndar áttum við erfitt með að opna þann glugga innan frá og hann var lokaður í nótt,“ segir konan við DV. Lögregla kom tvisvar vegna málsins, fyrst í morgun og síðan í eftirmiðdaginn þegar konan tilkynnti um stolinn fatapoka.

Sat á glerbrotahrúgu

„Við erum með sér þvottahús á hverri hæð og hann hafði burt með sér fatapoka úr þvottahúsinu okkar. svartan ruslapoka fullan af fötum. Hins vegar skildi hann eftir þýfi í kjallaranum, meðal annars föt sem hann hafði stolið af stráknum sem býr þar. Hann var svo út úr heiminum að hann hafði ekki rænu á að taka allt þýfið  með sér heldur skildi sumt eftir í töskunum sínum sem fundust í þvottahúsinu í kjallaranum.“

„Hann lagðist líka hérna uppi á efstu hæðinni. Þar býr maður einn og þegar hann ætlaði í vinnuna í morgun þá liggur þarna bara einhver dópisti sofandi, hann reyndi að reka hann út en innbrotsmaðurinn hlýddi ekki. Þá hótaði hann lögreglunni og þá forðaði hann sér. Hann rústaði geymslu hér niðri og sat þar síðan í einhvers konar transi ofan á glerbrotahrúgu. Það var í nótt eða snemma á morgun,“ segir konan enn fremur við DV.

Reyndi að lokka barn með sér

Alvarlegast þykir að maðurinn reyndi að lokka burt með sér 9 ára dreng úr húsinu. Hann bankaði upp á eldsnemma í morgun á dyr íbúðar á fyrstu hæð. „Níu ára drengur kom til dyra og hann reyndi að fá hann burtu með sér, hvíslaði: „Hey viltu ekki bara koma með mér?““

Maðurinn var farinn þegar lögreglan kom en lýsingin á honum passaði við mann sem lögreglan hafði haft afskipti af snemma um nóttina, áður en hann kom inn í húsið við Írabakka.

Rétt er fyrir íbúa í Breiðholti að vera á varðbergi gagnvart þessu manni en óvíst er hvort hann er í haldi lögreglunnar eða gengur laus. Lýsing á honum er eftirfarandi:

25-30 ára, hæð undir meðallagi, með axlarsítt brúnt hár í tagli.

„Það má alveg koma fram að þessi maður er mikið á ferli hérna í hverfinu,“ sagði konan að lokum við DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi