fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Brynjar: „Það er ákvörðun að vinna hjá McDonalds og það er ákvörðun að fara út í vændi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 20:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmennirnir Bjarkey Olsen Gunnardóttir VG og Brynjar Níelsson Sjálfstæðisflokki tókust á um vændi í Kastljósi kvöldsina á RÚV og greindi þau mjög á. Bjarkey sagði að fólk færi út í vændi af neyð og þá spurði Brynjar hvert neyðin færi ef vændi yrði upprætt. Brynjar sagði: „Það er ákvörðun að vinna á McDonalds og það er ákvörðun að fara út í vændi. Fólk verður að taka ábyrgð á ákvörðunum sínum.“

Bjarkey sagði að vændi væri á ábyrgð kaupandans en því var Brynjar ósammála og vildi meina að ábyrgðin væri jafnt kaupanda sem seljanda. Brynjar sagði að samfélaglegir þættir yllu því að vændi þrifist og gagnslaust væri að herða refsingar. Hann sagði að fólk sem ekki væri á vinnumarkaði beitti mest þremur leiðum til að sjá sér farborða: Fíkniefnasölu, innbrotum eða vændi.

Bjarkey sagði mikilvægt að nöfn vændiskaupenda yrðu birt og hafði mikla trú á fráfælingarmætti þeirrar aðgerðar. Rætt var um hert eftirlit með vændiskaupum og benti Brynjar á að lögreglan gæti ekki setið um heimili fólks. Þegar afbrot væru framan væru þau gjarnan kærð og þá hæfist rannsókn lögreglu. Vændisseljendur hefðu hins vegar yfirleitt engan áhuga á því að kæra kaupendur sína og þess vegna væru málin erfið viðureignar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi