Jónínu Ben var ekki skemmt yfir fréttaskýringaþættinum Kveik í gær. Þátturinn fjallaði um vændi og mælti Lára Ómarsdóttir sér mót við vændiskaupendur. Þeir hlupu allir á brot þegar þeir sáu Láru taka á móti sér.
Jónína er á því máli að vændiskaupendur séu einfaldlega illmenni. „Hvernig leið þjóðarsálinni eftir þátt Láru Ómarsdóttur um vændi í gær? Vændi er því miður algengt hér á landi og þeir karlmenn sem þurfa að borga fyrir kynlíf sálarlaus illmenni,“ segir Jónína á Facebook.
Sjá einnig: Kveikur varpar ljósi á vændi á Íslandi: „Til í skyndikynni – góð í öllu“
Einn vændiskaupenda í Kveik í gær samþykkti að ræða við Láru ef hann yrði ekki í mynd. Hann sagðist vera 32 ára giftur tveggja barna faðir. Hann var spurður um hvers vegna hann endaði ekki hjónabandið eða ræddi við eiginkonuna. „Ég er búinn að fullreyna að ræða við konuna,“ sagði maðurinn.
Jónína er á því máli að svona hegðun eldist ekki af mönnum. „Spennufíknin eldist aldrei af svona karlmönnum. Þeir kunna ekki og munu aldrei læra að elska . Sorglegir gaurar!!,“ skrifar Jónína.