fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Fréttir

Dagbjartur væri orðinn 19 ára hefði hann lifað: Margt bendir til að hann hafi verið búinn að ákveða endalokin

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. mars 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagbjartur Heiðar Arnarsson varð mörgum harmdauði er hann svipti sig lífi þann 23. september árið 2011, aðeins 11 ára gamall. Ástæðan fyrir sjálfsvíginu er talin hafa verið einelti sem hann þurfti að þola alla sína skólagöngu. Fjölskyldan bjó í Sandgerði og Dagbjartur var í Sandgerðisskóla.

Dagbjartur fæddist í febrúar árið 2000 og væri því orðinn 19 ára í dag hefði hann lifað. Nýlega birtist viðtal við föður Dagbjarts, Arnar Helgason, í Víkurfréttum. Arnar segir Dagbjart hafa verið skemmtilegan prakkara:

„Dagbjartur var skemmtilegur. Hann var algjör prakkari, miklu meiri prakkari en pabbi sinn. Ég fótbrotnaði eitt sinn þegar ég var að reyna að búa til golfvöll. Þá sat ég einn daginn í sófanum heima og var að horfa á sjónvarpið. Þá kemur hann til mín til að knúsa mig, stelur svo hækjunum af mér og fjarstýringunni, fer með hækjurnar fram, sest fyrir framan sjónvarpið og skiptir yfir á Cartoon Network. Ég gat ekkert gert,“ segir Arnar og hlær. 

Arnar lýsir Dagbjarti sem mjög hreinskilnu og heiðarlegu barni. Dagbjartur átti erfitt líf þar sem hann fæddist með alvarlegan hjartagalla og var með ódæmigerða einhverfu. Honum féll illa að geta ekki haldið í við önnur börn í hlaupum vegna hjartagallans. Það urðu líka samskiptaerfiðleikar. Smám saman varð erfitt fyrir hann að mæta í skólann. Arnar segir:

 „Börn eins og hann mikla oft margt fyrir sér og til að byrja með þá héldum við að hann væri ef til vill að gera of mikið úr þessu. En hann nefndi alltaf sömu strákana við okkur og gerði það alla tíð. Það var alltaf eitthvað.“ 

Eins og gefur að skilja kom andlátið fjölskyldunni í opna skjöldu. Þegar Arnar lítur til baka telur hann hins vegar að Dagbjartur hafi verið búinn að ákveða þetta fyrir löngu. Hann hafi til dæmis komið ýmsum eigum sínum fyrir, gaf hann ömmu sinni kisustyttuna sína vegna þess að hún var með ofnæmi fyrir köttum og gat haft styttuna sem kisuna sína. Enn fremur:

Eftir síðasta skóladaginn knúsaði Dagbjartur samnemendur sína. Það hafði hann ekki gert áður en engan grunaði neitt.

Arnar er ánægður með hvernig Sandgerðisskóli hefur tekið á eineltismálum eftir fráfall Dagbjarts og ber ekki kala til nokkurs manns vegna harmleiksins.

Sjá nánar á vef Víkurfrétta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin

Slysið í Reynisfjöru: Stúlkan er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“

Sjálfboðaliðar og viðbragðsaðilar hafa standsett Herjólfsdal – „Samtakamáttur samfélagsins er ómetanlegur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum

Tókust á við áskoranir þegar versta veðrið gekk yfir Vestmannaeyjar í nótt – Hætt við brennuna af öryggisástæðum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli

Höfðu bókstaflega hendur í hári morðingja – Handtekinn í klippingu fyrir hrottafengin morð sem vöktu þjóðarathygli