fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Ógnandi farþegi á Keflavíkurvelli: Öskraði hótanir að lögreglumönnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 10:24

Lögreglan á Suðurnesjum við störf sín - myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í flugstöðvardeildinni á Keflavíkurflugvelli handtóku nýverið karlmann sem hafði framvísað stolnu vegabréfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hann var að reyna að innrita sig í flug til Toronto þegar grunur vaknaði um að ekki væri allt með felldu varðandi vegabréfið. Maðurinn reiddist mjög vegna afskiptanna og öskraði hótanir að lögreglumönnum og starfsfólki á innritunarborði með ógnandi hætti.

Í viðræðum við lögreglu viðurkenndi hann að vera að reyna ferðast á stolnu vegabréfi. Kvaðst hann hafa keypt það í Hollandi á 500 evrur. Hann var því handtekinn og fluttur á lögreglustöð.

Þetta er í annað skiptið sem lögregla hefur afskipti af manninum þar sem hann hefur verið stöðvaður með skilríki annars manns.

Málið er í hefðbundnu ferli, að því er segir í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

Veikir farþegar

Tveimur flugvélum hefur verið lent á Keflavíkurflugvelli á undanförnum dögum vegna veikinda farþega Var önnur vélin á leið frá Chicago til Varsjár þegar farþeginn veiktist. Þegar nánari skoðun hafði verið gerð á honum eftir lendingu hér var ákveðið að hann gæti haldið för sinni áfram.

Hin vélin var á leiðinni Montreal – Chicago – Islanbul þegar kona um borð kenndi sér meins og var hún flutt með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi