34,4 prósent aðspurðra sögðust mjög andvígir slíkum innflutningi en 14,8 prósent sögðust frekar andvígir. 52 prósent sögðust andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum kjötvörum en rúmlega 32 prósent sögðust mjög eða frekar fylgjandi tilslökun.
„Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði.”
Hefur Fréttablaðið eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
3.100 manns voru í úrtaki könnunarinnar og svöruðu 1.441 henni eða 46 prósent.