fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Meirihluti landsmanna andvígur innflutningi á ferskum kjötvörum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 07:59

Skyldi það vera innlent eða útlent?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihluti landsmanna er andvígur innflutningi á ferskum kjötvörum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Andstaðan er meiri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu.

34,4 prósent aðspurðra sögðust mjög andvígir slíkum innflutningi en 14,8 prósent sögðust frekar andvígir. 52 prósent sögðust andvíg tilslökun á reglum um innflutning á ferskum kjötvörum en rúmlega 32 prósent sögðust mjög eða frekar fylgjandi tilslökun.

„Ef þessi andstaða byggir á því að fólk kjósi frekar íslenskt kjöt en innflutt þá deili ég þeim skilningi og skil mætavel þá afstöðu. En ef hún byggir hins vegar á spurningum um matvælaöryggi og vernd búfjárstofna þá tel ég að það þurfi að koma betur á framfæri niðurstöðum sérfræðinga um þau atriði.”

Hefur Fréttablaðið eftir Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

3.100 manns voru í úrtaki könnunarinnar og svöruðu 1.441 henni eða 46 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi