fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Ellen reið og segir risa storm í aðsigi: „Hvað eruð þið að spá […] Plís, ekki ljúga því að þið gætuð það“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2019 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við höf­um náð stór­kost­leg­um ár­angri á und­an­förn­um árum sagði Bjarni Bene­dikts­son fjár­málaráðherra og bætti við að ráðstöf­un­ar­tekj­ur hafi vaxið gífurlega“. Hvaða ráðstöfunartekjur á hann við? Er einhver misskilningur hér? Vita Bjarni og Katrín og samstarfsfólk þeirra kannski ekki hver eru laun þessa fólks, sem nú fer fram á launahækkanir? (auðvitað vita þau það). Ég segi svona því að þau komu alveg af fjöllum með ofurlaun bankastjóra allra landsmanna sem eru u.þ.b. 4.000.000 kr á mánuði – meira en árslaun ómenntuðu konunnar sem hefur unnið í mörg mörg ár á leikskóla.“

Þannig hefst pistill eftir söngkonuna Ellen Kristjánsdóttur á Facebook og hefur vakið mikla athygli. Ellen er afar ósátt við ákvarðanir ráðamanna. Hún heldur áfram:

„En hvað eruð þið að spá kæru ráðherrar? Gætuð þið lifað á 260.000 kr á mánuði? (Plís ekki ljúga því að þið gætuð það, eins og þegar að einhver sagðist geta vel hugsað sér að borða slepjumatinn sem gamla fólkið fær).“

Sjá einnig: Bankinn tók íbúð sem keypt var 22 milljónir

Ellen hefur verið óhrædd við að tjá sig um stöðu þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Árið 2011 greindi DV frá því að Ellen væri komin í sjálfskipaða baráttu fyrir heimilin í landinu og hvatti þá fólk til þess að hætta að borga af lánum sínum. Sjálf sagðist hún vera óhrædd við afleiðingar þess að hætta að borga og hræddist meira hvað myndi gerast ef hún hættir því ekki. Þá varpar Ellen fram þessum spurningum:

„Og hvernig liði ykkur ef þið kæmuð að lokuðum dyrum á leikskólunum, skólunum, elliheimilunum, sjúkrahúsunum, hótelunum, búðunum, fínu mötuneytin ykkar væru ekki þrifin, mættuð í vinnuna og klósettin væru viðbjóðsleg, gólfin skítug, yfirfullar ruslatunnur og allt þar fram eftir götunum. Því þannig væri það ef að hópurinn á lægstu laununum mætti ekki í vinnuna.“

Þá spyr Ellen hvort ráðherrar telji að verkafólk og allt láglaunafólk muni lyppast niður og vera „góðir“.

„Halda áfram eins og ekkert hafi í skorist með 6000 króna skattalækkun á mánuði ? Það er stormur í aðsigi, líklegast sá stærsti í þó nokkurn tíma. Stormur réttlætis. Nú er komið alvöru fólk sem hugsar um fólkið sem kaus það. Verkalýðsforingjar sem eru fulltrúar þeirra sem hafa verið út undan.“

Sjá einnig: Ellen bjó við skelfilegar aðstæður

Þá segir Ellen: „Ekki lengur eitthvað bull, engin loforð sem ekki verður reynt að standa við. Óánægjan mun ekki hverfa eða þagna með tímanum eins og sumt í umhverfinu sem ráðherrarnir starfa í. Raddir fólksins með lægstu launin munu bara verða háværari.“

Ellen kveðst fagna því að verkalýðsforingjar og verkafólk á Íslandi slái nú í borðið og segi hingað og ekki lengra. Lágmarkslaun verði að hækka.

„Ég stend með öllum sem rísa upp og krefjast mannsæmandi launa. Löngu löngu tímabært og ef að hagkerfið okkar hrynur vegna þess, þá fagna ég því líka, því að þannig hagkerfi á ekki að vera til,“ segir Ellen og bætir við að lokum:

„Takk þið öll sem eru talsmenn fólksins sem við öll getum ekki verið án.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi