Töluvert hefur verið um innbrot í læsta bíla á Seltjarnarnesi undanfarið. Íbúi einn skrifar í Facebook-hóp hverfisins í gær:
Varúð – púkar á ferð!
Brotist var inn í bílinn okkar í Eiðismýri sl. nótt. Sem betur fer virðist ekkert vera skemmt, en öllu rótað og mikil reykingarstybba. Engin verðmæti voru í bílnum fyrir utan stöðumælaklink sem auðvitað var tekið. Hefur einhver annar lent í svona óskemmtilegheitum nýlega? Hjálpumst að og verum vakandi fyrir óviðkomandi í nágrenni okkar og ekki skilja verðmæti eftir þar sem óprúttnir gætu freistast.
Fram kemur um í umræðum undir innlegginu að bíllinn var læstur. Aðrir íbúar vitna um fleiri slík atvik undanfarið og einn skrifar:
Þetta virðist vera að gerast ítrekað á þessum slóðum síðastliðnu viku, er þetta alltaf sami aðilinn ? Þar sem oftast er talað um reykingar inní bíl, einhver sem á ekki húsaskjól að ganga á milli bíla og opnar ólæsta bíla ?
Annar íbúi greinir frá því að brotist hafi verið inn í bíla fjölskyldunnar að Sæbraut. Tilvikin eru því nokkur á örfáum dögum og hafa verið tilkynnt til lögreglu.