fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Brotist inn í læsta bíla á Seltjarnarnesi og skilin eftir reykingastybba

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. mars 2019 11:20

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert hefur verið um innbrot í læsta bíla á Seltjarnarnesi undanfarið. Íbúi einn skrifar í Facebook-hóp hverfisins í gær:

Varúð – púkar á ferð! 
Brotist var inn í bílinn okkar í Eiðismýri sl. nótt. Sem betur fer virðist ekkert vera skemmt, en öllu rótað og mikil reykingarstybba. Engin verðmæti voru í bílnum fyrir utan stöðumælaklink sem auðvitað var tekið. Hefur einhver annar lent í svona óskemmtilegheitum nýlega? Hjálpumst að og verum vakandi fyrir óviðkomandi í nágrenni okkar og ekki skilja verðmæti eftir þar sem óprúttnir gætu freistast.

Fram kemur um í umræðum undir innlegginu að bíllinn var læstur. Aðrir íbúar vitna um fleiri slík atvik undanfarið og einn skrifar:

Þetta virðist vera að gerast ítrekað á þessum slóðum síðastliðnu viku, er þetta alltaf sami aðilinn ? Þar sem oftast er talað um reykingar inní bíl, einhver sem á ekki húsaskjól að ganga á milli bíla og opnar ólæsta bíla ?

Annar íbúi greinir frá því að brotist hafi verið inn í bíla fjölskyldunnar að Sæbraut. Tilvikin eru því nokkur á örfáum dögum og hafa verið tilkynnt til lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Í gær

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir

Guðni varar við inngripi „innrásarvíkinga“ af stærðargráðu sem engan órar fyrir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi