Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segist vita um Mercedez Benz bifreið, sem var flutt inn frá Evrópu af einstaklingi, og var sögð ekin tæplega 100.000 kílómetra. Við þjónustuskoðun á viðurkenndi verkstæði hér á landi kom í ljós að samkvæmt aksturstölvu bifreiðarinnar hafði henni verið ekið um 300.000 kílómetra.
Haft er eftir Jóni Trausta Ólafssyni, framkvæmdastjóra Öskju og formanni Bílgreinasambandsins, að tilvik sem þessi séu þekkt þegar einstaklingar hafi keypt notaða bíla erlendis og flutt til landsins. Þetta séu ekki mörg tilvik en þau séu þó til staðar.
Hann segir mikilvægt að fólk sé vakandi því alltaf sé hætta á þessu og því sé mikilvægt að kaupa bíla með þekkta og skráða þjónustusögu svo ljóst sé hvað er verið að kaupa.