fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Töluvert um svindl með kílómetrastöðu bíla – Dæmi um 200.000 km niðurfærslu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 4. mars 2019 07:59

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram kom í fréttum nýlega virðist sem bílaleigan Procar hafi stundað það að breyta kílómetrastöðu bíla áður en þeir voru seldir. Virðist sem kílómetrastaðan hafi verið færð niður til að láta líta út fyrir að bílar væru minna eknir en þeir voru í raun. En það eru fleiri dæmi um slíkt en bara hjá Procar. Nýlegt dæmi er um 200.000 kílómetra niðurfærslu á kílómetrastöðu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Blaðið segist vita um Mercedez Benz bifreið, sem var flutt inn frá Evrópu af einstaklingi, og var sögð ekin tæplega 100.000 kílómetra. Við þjónustuskoðun á viðurkenndi verkstæði hér á landi kom í ljós að samkvæmt aksturstölvu bifreiðarinnar hafði henni verið ekið um 300.000 kílómetra.

Haft er eftir Jóni Trausta Ólafssyni, framkvæmdastjóra Öskju og formanni Bílgreinasambandsins, að tilvik sem þessi séu þekkt þegar einstaklingar hafi keypt notaða bíla erlendis og flutt til landsins. Þetta séu ekki mörg tilvik en þau séu þó til staðar.

Hann segir mikilvægt að fólk sé vakandi því alltaf sé hætta á þessu og því sé mikilvægt að kaupa bíla með þekkta og skráða þjónustusögu svo ljóst sé hvað er verið að kaupa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“