fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Tókst þú eftir þessu? „Svipurinn fær mann til að hugsa“ – Prakkaraskapur, heift, hatur eða grín?

Fókus
Mánudaginn 4. mars 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð skiptar skoðanir eru meðal íslenskra júrónörda vegna gjörnings Friðriks Ómars í Söngvakeppninni á laugardaginn þegar það var tilkynnt að hann hafi komist áfram í einvígið. Hann steig á fætur og virtist ætla gera sig líklegan til að skalla kökuna sem var á borði Hatara. Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan. Um þetta er rætt innan Facebook-hópsins Júróvisjón 2019.

Ingunn nokkur hefur umræðuna og telur þetta hafa verið barnalegt af Friðriki. „Þeir sem hafa ekki tekið eftir því en ég mæli með að skoða aftur klippuna þegar Friðrik Ómar var lesinn upp sem seinna lag til að komast áfram á laugardaginn. Þar stendur hann upp til að fara að labba inn á svið en áður en hann gerir það labbar hann að borði Hatara og þykist skalla kökuna þeirra!! Hvað segir það manni, bara kræst!,“ skrifar Ingunn.

Flestir eru þó á því máli að þetta hafi verið saklaust grín hjá Friðriki og virtist fara vel á með Friðirik og Hatari mönnum á meðan keppni stóð.. „Hann var bara að fíflast – það sást þegar hann og einn hatarinn tóku utan um hvorn annan þegar þeir gengu af sviðinu. Ekkert slæmt á milli þeirra,“ skrifar Anna.

Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Söngvakeppninnar, tjáir sig um málið og tekur undir með þeim sem telja þetta hafa verið sprell hjá Friðriki.Rúnar Freyr segir:

„Hva, þetta var bara djók hjá honum. Engin merking í þessu önnur. Friðrik var til fyrirmyndar þarna.“

Um þetta er rætt víðar en innan fyrrnefnds hóps. Einn af þeim sem tjáir sig um atvikið er Jakob Smári Magnússon einn af okkar þekktustu og bestu bassaleikurum og hefur spilað með hljómsveitum á borð við Tappi tíkarass, Grafík, Das Kapital, og SSSól. Þá hefur Bubbi og Egó einnig notið krafta hans. Jakob segir um þetta atvik á Facebook-síðu sinni.

„Þarna er Friðrik Ómar nýbúinn að heyra að hann og hans lag séu komin í lokaeinvígið um sæti til Tel Aviv. Friðrik fagnar og faðmar viðstadda og er eðlilega kátur. En þá sér hann helvítis kökuna og það er eins og hann átti sig á að sigurinn er ekki unnin. Kakan, eða öllu heldur bakarar hennar standa í veginum. Hann gengur að kökunni og gerir sig líklegan til að skalla hana eftir því sem ég fæ best séð.“

Jakob heldur áfram:

„Kannski er ég að misskilja. Hann er kannski bara að kyssa hana og sýna þannig ást sína á andstæðingnum eða fá sér bita. Hann er svangur og kakan girnileg, klístruð og sæt. Kannski er hann að hneigja sig fyrir henni af lotningu við bakara hennar og þeirra málstað.“

Jakob endar skrif á þessum orðum og efast um að nokkuð illt hafi búið að baki.

„En svipurinn á honum áður en hann gengur að kökuborðinu fær mann til að hugsa. Það má lesa útúr honum einhver prakkaraskap eða jafnvel heift. Hatur kannski ? Nei andskotinn. Ekki Friðrik Ómar. Nema HATARI hafi náð honum á sitt vald með einhverjun klækjum mér ókunnugum. Kannski einhver partur af þessari áætlun sem þeir tala sífellt um. Ég veit það ekki. Held ekki. En Friðrik Ómar stóð sig vel og náði öðru sæti með eigin lagi og persónulegum texta og á nú bara allt gott skilið finnst mér. Allavega kökubita og knús.“ skrifar Jakob Smári.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“