fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Tekinn á rúmlega 140 kílómetra hraða á Suðurnesjum: Það reyndist honum dýrt

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2019 12:14

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Níu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók var erlendur ferðamaður en bifreið hans mældist á 141 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að hraðaksturinn hafi reynst þessum erlenda ferðamanni dýrkeyptur því sektin nemur 210 þúsund krónum.

Þá segir lögregla að skráningarnúmer hafi verið fjarlægð af sjö bifreiðum sem ýmist voru óskoðaðar eða ótryggðar. Þá setti lögregla miða á annan tug bifreiða sem var ólöglega lagt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“