fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Mikil svifryksmengun í borginni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2019 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrkur svifryks er hár í dag, 4. mars, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og gatnamót Njörvasunds og Sæbrautar.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að klukkan 14 hafi klukkutímagildi svifryks við Grensásveg verið 119,0 míkrógrömm á rúmmetra. Í mælistöð við Njörvasund/Sæbraut var klukkutímagildið á sama tíma 106,4 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöð við Egilshöll 33,4 míkrógrömm á rúmmetra. Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum var svifryksgildi 13,1 míkrógrömm á rúmmetra.

„Nú er hægur vindur og kalt, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. Næstu daga er því búist við svipuðum veðurfarsaðstæðum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra,“ segir í tilkynningunni en þar er almenningur jafnframt hvattur til að draga úr notkun einkabílsins við þessar aðstæður, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra vistvæna samgöngumáta.

„Þeir sem eru viðkvæmir fyrir í öndunarfærum og börn ættu að forðast útivist í nágrenni stórra umferðagatna. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Fylgjast má með loftgæðum á loftgæði.is.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“