fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

11 mánaða barn lagt inn á Barnaspítalann með mislinga

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 4. mars 2019 11:11

Bólusetning veitir góða vernd gegn þessum lífshættulega sjúkdómi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 mánaða gamalt barn liggur nú á Barnaspítala Hringsins með mislinga, frá því er greint á vef Landlæknis. Barnið var í sama flugi og einstaklingurinn með smitandi mislanganna, sem áður hefur verið greint frá.

Barnið kom á Barnaspítala Hringsins þann 1. mars og samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis heilsast því eftir atvikum.  Landlæknir telur ólíklegt að frekar smit verði frá þessu barni þar sem allir í nánasta  umhverfi þess eru bólusettir gegn mislingum.

Enn má búast við að fleiri smitist, eða allt þar til 7. mars þegar þrjár vikur eru liðnar frá því að smitaði maðurinn flaug hingað til lands.

Landlæknir áréttar mikilvægi bólusetninga á vef sínum:

„Rétt er að minna á að mislingar eru með mest smitandi sjúkdómum sem þekkjast. Engin meðferð er til við sjúkdómnum og eina fyrirbyggjandi meðferðin felst í bólusetningu sem veitir meira en 95% vörn. Þetta minnir á mikilvægi þess að halda hér uppi góðri þátttöku í bólusetningum.

Bólusetning gegn mislingum er við 18 mánaða og 12 ára aldur. Hægt er að bólusetja börn frá 6 mánaða aldri en vörn bólusetningarinnar er óviss á aldrinum 6−12 mánaða. Litlar líkur eru á vernd ef bólusett er fyrir 6 mánaða aldur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“