Palestínumaðurinn Salmann Tamini hefur búið á Íslandi síðan árið 1971. Hann er algjörlega á móti því að Íslendingar taki þátt í keppninni að þessu sinni þar sem hún er haldin í Ísrael.
Ég sem Palestínumaður, finnst það í raun og veru, vera út í hött, að taka þátt í að styðja ríki, sem er að kúga Palestínumenn og drepa, í að halda keppni í Tel Aviv. Tel Aviv er tæplega 60 kílómetra frá Gaza og frá Vesturbakkanum. Þar eru framin morð á okkur Palestínumönnum dag eftir dag. Við vitum ekki hversu margir verða drepnir á sama tíma og keppnin verður haldin, “ segir Salmann í viðtali við Stundina.
Salmann segir að með þátttöku í keppninni sé verið að styðja kúgun, landtöku nýlendustefnu og þjóðarmorð.