Í nóvember í fyrra veiktust 13 manns af nóróveiru eftir að hafa snætt á veitingastaðnum Skelfiskmarkaðurinn en DV greindi frá málinu á sínum tíma. Um var að ræða eitraðar ostrur. Málið lék staðinn grátt, hann lifir enn en erfiðleikar steðja að rekstrinum. Eigandinn Hrefna Sætran segir í viðtali við Fréttablaðið matareitrunin hafi haft sín áhrif:
„Það var brjálað að gera en svo kemur matarveikin inn. Þeim fækkaði sem pöntuðu borð og það setti strik í reikninginn. Það voru utanaðkomandi ástæður sem við gátum ekkert gert að.“
Hugsanlegt er að staðnum verið lokað. Núna er Grillmarkaðurinn, sem einnig er í eigu Hrefnu, eingöngu opinn á kvöldin en hann var áður opinn í hádeginu. Hrefna segir að launakostnaður og leiga hafi hækkað undanfarin misseri. Hrefna segir veitingamenn vera í sjokki eftir janúar vegna minnkandi viðskipta. Fullt sé á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum en minna sé að gera aðra daga en áður var.